Velkomin!

Þessi síða er hugsuð fyrir foreldra og fagaðila til upplýsinga og fróðleiks. Markmið mitt er að veita sem bestar upplýsingar til þeirra sem hingað leita.

  • Ef það eru erfiðleikar með brjóstagjöf…
  • Ef það eru erfiðleikar í fæðuinntöku ung- og smábarna…
  • Ef grunur er um tungu- og varahaft…
  • Ef grunur er um veikleika á munnsvæði hjá barni eða fullorðnum…
  • Ef búið er að prófa allar mögulegar leiðir til að fá barn til að hætta að sjúga puttann…

…þá ertu á réttum stað  fyrir frekari upplýsingar og aðstoð.

Sagan

Draumurinn var að útbúa miðil þar sem ég gæti komið vitneskju minni um fæðuinntöku, tunguhöft, veikleika á munnsvæði, svefn o.fl. á framfæri. Matur og Munnur Facebook-síða var stofnuð í mars 2017 en var ekki sett í loftið fyrr en réttu ári seinna. Instagram-síða var stofnuð í kjölfarið en hún var upphaflega meira hugsuð fyrir eldri skjólstæðinga en breyttist fljótlega í upplýsingasíðu fyrir alla aldurshópa. Heimasíðan fór í loftið í lok árs 2020.

Nafnið Matur og Munnur varð fyrir valinu þar sem mig langaði til að hafa það lýsandi fyrir mína sérhæfingu: fæðuinntöku barna og veikleika á munnsvæði barna og fullorðinna. 

Sonja Magnúsdóttir, talmeinafræðingur, CCC-SLP

Sonja útskrifaðist sem talmeinafræðingur frá University of Akron í Bandaríkjunum árið 2002. Hún er sjálfstætt starfandi talmeinafræðingur og sinnir greiningu og þjálfun barna á öllum aldri með tal- og málmein en hefur sérhæft sig í fæðuinntöku barna og veikleikum á munnsvæði barna og fullorðinna og undirliggjandi ástæðum þeirra, þ.m.t. á vara- og tunguhöftum og puttasogi en hún er viðurkenndur meðferðaraðili frá Thumbsucking Clinic í Ástralíu. 

Sonja hefur sótt fjölda námskeiða og ráðstefna erlendis hvað varðar fæðuinntöku og veikleika á munnsvæði og hún hefur sömuleiðis verið dugleg að heimsækja meðferðaraðila til að kynna sér starfsemi þeirra. 

Sonja er m.a. félagi í Félagi talmeinafræðinga á Íslandi (FTÍ); Félagi heyrnar- og talmeinafræðinga í Bandaríkjunum (ASHA); Alþjóðlegum samtökum sérfræðinga sem vinna með og meðhöndla tunguhöft (ICAP) og Alþjóðlegum samtökum sérfræðinga á veikleikum á munnsvæði (IAOM).

Meðferðarúrræði

Fræðsla

Ásamt því að sinna þjálfun og ráðgjöf býð ég einnig upp á fræðsluerindi og námskeið fyrir foreldra, leikskólakennara og aðra sérfræðinga.