Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the blog-designer-pack domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /home2/maturnur/public_html/wp-includes/functions.php on line 6114

Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the ultimate-addons-for-gutenberg domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /home2/maturnur/public_html/wp-includes/functions.php on line 6114

Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the wordpress-seo domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /home2/maturnur/public_html/wp-includes/functions.php on line 6114
Home - Matur og Munnur

Velkomin!

Þessi síða er hugsuð fyrir foreldra og fagaðila til upplýsinga og fróðleiks. Markmið mitt er að veita sem bestar upplýsingar til þeirra sem hingað leita.

  • Ef það eru erfiðleikar með brjóstagjöf…
  • Ef það eru erfiðleikar í fæðuinntöku ung- og smábarna…
  • Ef grunur er um tungu- og varahaft…
  • Ef grunur er um veikleika á munnsvæði hjá barni eða fullorðnum…
  • Ef búið er að prófa allar mögulegar leiðir til að fá barn til að hætta að sjúga puttann…

…þá ertu á réttum stað  fyrir frekari upplýsingar og aðstoð.

Sagan

Draumurinn var að útbúa miðil þar sem ég gæti komið vitneskju minni um fæðuinntöku, tunguhöft, veikleika á munnsvæði, svefn o.fl. á framfæri. Matur og Munnur Facebook-síða var stofnuð í mars 2017 en var ekki sett í loftið fyrr en réttu ári seinna. Instagram-síða var stofnuð í kjölfarið en hún var upphaflega meira hugsuð fyrir eldri skjólstæðinga en breyttist fljótlega í upplýsingasíðu fyrir alla aldurshópa. Heimasíðan fór í loftið í lok árs 2020.

Nafnið Matur og Munnur varð fyrir valinu þar sem mig langaði til að hafa það lýsandi fyrir mína sérhæfingu: fæðuinntöku barna og veikleika á munnsvæði barna og fullorðinna. 

Sonja Magnúsdóttir, talmeinafræðingur, CCC-SLP

Sonja útskrifaðist sem talmeinafræðingur frá University of Akron í Bandaríkjunum árið 2002. Hún er sjálfstætt starfandi talmeinafræðingur og sinnir greiningu og þjálfun barna á öllum aldri með tal- og málmein en hefur sérhæft sig í fæðuinntöku barna og veikleikum á munnsvæði barna og fullorðinna og undirliggjandi ástæðum þeirra, þ.m.t. á vara- og tunguhöftum og puttasogi en hún er viðurkenndur meðferðaraðili frá Thumbsucking Clinic í Ástralíu. 

Sonja hefur sótt fjölda námskeiða og ráðstefna erlendis hvað varðar fæðuinntöku og veikleika á munnsvæði og hún hefur sömuleiðis verið dugleg að heimsækja meðferðaraðila til að kynna sér starfsemi þeirra. 

Sonja er m.a. félagi í Félagi talmeinafræðinga á Íslandi (FTÍ); Félagi heyrnar- og talmeinafræðinga í Bandaríkjunum (ASHA); Alþjóðlegum samtökum sérfræðinga sem vinna með og meðhöndla tunguhöft (ICAP) og Alþjóðlegum samtökum sérfræðinga á veikleikum á munnsvæði (IAOM).

Meðferðarúrræði

Fræðsla

Ásamt því að sinna þjálfun og ráðgjöf býð ég einnig upp á fræðsluerindi og námskeið fyrir foreldra, leikskólakennara og aðra sérfræðinga.