Puttasog

Það veitir börnum huggun og vellíðan að sjúga puttann og telst eðlilegt hjá ungum börnum. Eftir því sem börnin eldast telst puttasog vera ávani en ganga þarf úr skugga um að það séu ekki undirliggjandi ástæður fyrir puttasoginu áður en reynt er að útrýma ávananum. Langvarandi puttasog getur haft áhrif á tennur, tungustöðu og á sjálfan puttann sem er soginn.

Fyrir stálpað barn getur það reynst þrautin þyngri að hætta að sjúga puttann. Fyrir foreldra barna sem sjúga puttann getur það verið þreytandi að vera sífellt að minna barnið á að taka puttann út úr munninum og að finna leiðir til að fá barnið til að hætta. 

Hjá okkur færðu mat á því hversu alvarlegur ávanin er, ástæður og afleiðingar. Í framhaldinu er útbúin einstaklingsmiðuð meðferðaráætlun til að hjálpa barninu við að venja sig af því að setja puttann í munninn.