Veikleikar á munnsvæði

Með veikleikum á munnsvæði er átt við þegar ákveðin færni er óvenjuleg, m.a. vegna skertrar hreyfifærni ákveðinna hluta munnsvæðis, t.d. tungunnar vegna tunguhafts eða hreyfingu sem er ofaukið, t.d. þegar tungan þrýstist fram og út á milli tanna þegar kyngt er. Einkenni veikleika á munnsvæði geta verið þess eðlis að erfitt er að átta sig á því að um veikleika á munnsvæði sé að ræða.

Veikleikarnir geta komið fram á mismunandi hátt og eru eitt eða sambland af eftirfarandi:

  • Framstæð tunga þegar kyngt er (oft talað um tunguþrýsting)
  • Hliðlægt eða framlægt s-hljóð (oft talað um smámæli)
  • Munnöndun
  • Ávanar, s.s. snuðnotkun, puttasog, naga neglur, föt, dót o.s.frv. 
  • Þröngt um tennur í efri og neðri góm (skakkar tennur og/eða skakkt bit)
  • Svefnrofsöndun (e. sleep disorder breathing)

 

sleeping, child, napping

Veikleikar á munnsvæði eru einkenni undirliggjandi ástæðna og er fyrirstaða í loftvegi það fyrsta sem þarf að útiloka. Loftið þarf að eiga greiða leið niður í lungun og súrefnið upp í heilann.

Ef þig grunar að þessi veikleiki eigi við þig eða barnið þitt, hafðu samband til að fá úr því skorið og hver næstu skref ættu að vera.